Hvað er að þessu liði?

Ég var að horfa á Kastljós í kvöld. Þar lét Birgir Ármannsson "ljós" sitt aldeilis skína. Það er greinilega búið að gefa út harðlínutilskipun hjá Sjálfstæðisflokknum og það á að berjast - til að berjast -  í öllum málum. Þetta er líklega aðferð þeirra til að draga athyglina frá þeirri staðreynd að þessi flokkur ber öllum öðrum meiri ábyrgð á stjórn efnahagsmálanna á undanförnum áratugum. Þetta er þó ábyrgð sem flokkurinn og meðlimir hans ætla sér alls ekki að axla. Það er ótrúlegt að sama liðið og setti landið á hausinn skuli leyfa sér að koma fram fullt af heilagri vandlætingu og hrópa um "skattmann" og álögur og niðurskurð rétt eins og það hafi hvergi komið nálægt því að valda vandanum. Siðferðisleg ábyrgð þekkist ekki hjá þeim, ekki er þjóðinni sýnd auðmýkt og iðrun heldur er vaðið fram af hroka og yfirlæti. Sú framkoma kristallaðist í viðtali við N1-formanninn í dag þar sem hann sagði að naflaskoðun flokksins hafi sýnt að þau gildi sem menn vilji hafa í framtíðinni séu nákvæmlega sömu gildin og flokkurinn hefur barist fyrir á undanförnum árum. Engin smáræðis endurskoðun á grunngildunum sem steyptu þjóðinni í skuldafenið.

Það væri betra að kjósendur hlustuðu á hvað þessi orð þýða í raun. Gildin sem hafa verið í gangi hjá Sjálfstæðisflokknum og nýi sópurinn hlýtur því að vera að tala um, eru t.d. lögmál frjálshyggjunnar, einkavinavæðingin, skoðanakúgun (t.d. á fræðimönnum, fréttamönnum og svo almenningi), niðurskurðinn á eftirliti með fjármálaöflunum (en ekki með almennum borgurum), misskipting auðs, samþjöppun eignarhalds, embættisveitingar til vina og ættingja, sjálfsdýrkun, nýðingsverk í náttúrunni og afneitun gilda sjálfbærrar þróunar, skammtímalausnir og það að forgangsraða  peningum framyfir fólk (nema náttúrulega fólkið sem er í klíkunni). Það er ekki skrítið þó BB vilji halda áfram á sömu braut. Flokkurinn er búinn að láta verkin tala og á hliðarlínunni bíða hákarlar sem eru búnir að koma sínu misvel fengna fé undan, tilbúnir að kaupa allt á brunaútsölu og halda svo áfram að styðja FLOKKINN. Áfram sömu gömlu og góðu gildin. Og skoðanakannanir sýna að meira en fjórðungur þjóðarinnar virðist ætlar að kvitta upp á reikninginn og borga hann fyrir sukkarana - líklega með glöðu geði. Ótrúlegt, alveg ótrúlegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Aðferð sjallanna er að koma almannaþjóustunni í hendur á einkavinum semsagt einkavæða spítala kennslu barnanna okkar fara 70-80 ár aftur í tímann en þeir virðast ekki skilja að við erum skuldbundin að greiða fyrir eyðslu og sukk einkavinanna með sköttum okkar það er ömurlegt að hlusta á þessa stuttbuxnagæja íhaldsins

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Dagur Arnarson

Höfundur

Friðrik Dagur Arnarson
Friðrik Dagur Arnarson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband