Frumkvöðlar og "vinir" þeirra fagfjárfestarnir.

Það er einhvern veginn svo að alltaf þegar maður fer að kynna sér eitthvað varðandi fjármálakerfið, eins og það er búið að vera, þá verður maður hissa. Mjög hissa. Eitt af því sem ég hef skoðað dálítið að undanförnu er aðkoma lífeyrissjóðanna að fjárfestingasjóðum sem gefa sig út fyrir að styðja við bakið á nýjum og upprennandi fyrirtækjum. Þó lífeyrissjóðirnir leggi jafnvel til um 3/4 af fjármagninu þá eiga þeir ekki aðild að stjórn fjárfestingasjóðsins og hafa mjög takmarkað um það að segja hvernig hann semur við sprotafyrirtækin og kemur síðan fram við þau í framhaldinu. Þannig er fjármagn almennings í lífeyrissjóðum, sem hefur að minnsta kosti fram til þessa verið litið mjög jákvæðum augum, sett í hendurnar á atvinnufjárfestum, en reynsla síðustu ára sýnir að þeir eru ekki allir alltaf uppteknir af siðrænum lögmálum og góðum viðskiptaháttum. Slíkir aðilar sigla því í jákvæðu nafni lífeyrissjóðanna en haga sér síðan eins illilega "2007" og þeim sýnist.

Auðvitað eru til góðar sögur af heiðarlegum viðskiptum og velheppnuðu samstarfi. Þær sögur sýna að þetta á alveg að geta gengið og einstaklingar og þjóð haft af þessu bættan hag og ánægju. En hitt er bara líka svo algengt. Þau eru orðin nokkur sprotafyrirtækin sem hafa orðið fyrir ósvífni fjármálamanna sem koma inn í þau sem fjárfestar. Frumkvöðlar eru ekki endilega miklir sérfræðingar í viðskiptasamningum og þegar fagfjárfestir kemur "til lið við þá" undir fögrum flöggum, ekki síst lífeyrissjóðanna, þá er það mannlegt að trúa að nú sé að fara í gang jákvæð uppbygging á traustum og heiðarlegum grunni. Of oft gerist það að frumkvöðlarnir vakna upp af værum blundi þegar nýi vinurinn og sérfræðingurinn í að koma fyrirtæki þeirra á flug reynist fyrst og fremst hafa aðrar hvatir en þær að styðja við bakið á þeim sem ruddi brautina. Allt í einu standa þeir frammi fyrir því að fjárfestirinn hefur bara áhuga á eigin hag og er búinn að búa sér svo í haginn svo hann geti náð stærri sneið af kökunni en eðlilegt getur talist, ef fyrirtækið virðist vera að ná sér á flug. Þá kemur kannski í ljós að það var eitthvað inni í hluthafasamkomulagi sem frumkvöðlarnir áttuðu sig ekki á í upphafi, af því þeir treystu fjárfestunum. Þá er reynt að kæfa frumkvöðlana og kúga til hlýðni því annars vofir yfir að "samstarfinu" verði slitið og fjárfestirinn hirði allt fyrir lítið sem ekki neitt.

Stóra spurningin hlýtur alltaf að vera sú hvort harðdrægir, ósvífnir fjármálamenn eigi að geta komist í slíka aðstöðu að þeir geti nýtt sér lögfræðingastóð, viðskiptafræðingagengi og annað lið á sínum vegum til að þjarma að frumkvöðlum sem ekki hafa sams konar hóp á bak við sig. Þar er ójafnt í liðum þegar í slaginn er komið, slag sem fer þar að auki fram á heimavelli fjárfestisins en ekki frumkvöðlanna. Erum við ekki búin að fá nóg af þessu freka og yfirgangssama fjárfestingahyski sem hefur vaðið yfir allt og alla undanfarin ár og skilið okkur eftir í skítnum? Ég held að flestir geti tekið undir það. Þess vegna verða lífeyrissjóðirnir að taka aðkomu sína að fjárfestingasjóðum til algjörrar endurskoðunar og sjá til þess að völdin séu hjá þeim sem leggja til fjármagnið og vita hvað félagsleg ábyrgð, heiðarlegir viðskiptahættir og siðrænar leikreglur þýða. Það má bara ekki viðgangast lengur að þeir láti harðdrægum sérhagsmunaseggjum þau völd í té sem fylgja því að fá að véla með stórar fjárfúlgur sem þeir eiga ekki einu sinni sjáfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sem sagt: "Fagfjárfestir" raunar festir ekki fé sitt heldur hefur komið fyrir að hann hefur "fagfjárleysir", leyst til sín fé fyrirtækisins, enda markmiðið ekki góður rekstur eða almannaþjónusta eða nýsköpun - heldur hámarkshagnaður sem hraðast. Ólíkt t.d. fjölskyldufyrirtækjum sem reynt er að byggja upp til að hafa af þeim lífsafkomu. Eins og ég ólst upp við í sveitinni við búreksturinn.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.4.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Dagur Arnarson

Höfundur

Friðrik Dagur Arnarson
Friðrik Dagur Arnarson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband