Íslendingar þurfa að draga lærdóm af Enronmálinu

Var að horfa á þáttinn um Enron, að vísu því miður bara hluta hans, en það er ekki hægt að neita því að hrollur fór um mig þegar ég sá vinnubrögin og skortinn á siðferðisvitund sem þarna réði för. Og ég get ekki neitað því að oft varð mér hugsað til Íslands og þess sem hér hefur átt sér stað á undanförnum árum. Lærdómurinn sem hægt er að draga af Enronmálinu er skýr. Frjáls markaður sem fær að leika lausum hala býr ekki yfir siðrænum viðmiðum, af því þar ræður för ábyrgðarlaust "frelsi" til að hagnast með öllum aðferðum. Hámarksgróðinn er markmiðið og leiðirnar eru þær sem þú getur látið þér detta í hug og þú kemst upp með. Því miður er það þó svo, að það græðir sjaldan neinn nema annar tapi. Og nú situr venjulegt fólk uppi með tapið meðan aðalleikararnir brosa út í bæði af því þeir eiga helling af peningum í alls konar skálkaskjólum og skattafelustöðum úti um allan heim. Stjórnmálamenn sem stýrðu þjóðinni sváfu á verðinum, ekki bara óvart heldur af fúsum og frjálsum vilja, svo vinir þeirra gætu farið frjálsri hendi um auðlindir og verðmæti í nafni frelsisins. Og molarnir rúlluðu af háborðinu niður til verðugra og flokkar sem vildu tryggja áframhald ástandsins hafa vafalítið notið góðs af veislunni. Frjálshyggjan gengur út á þetta, hvað svo sem Sjálfstæðisflokkurinn segir um það mál. Sá flokkur er merkisberi óréttlætis, frekju og sérgæsku. Með stjórnarháttum sem byggja á því að láta vini og útvalda komast upp með nánast hvað sem er, hefur þessi flokkur búið til hvert Enronið á fætur öðru hér á landi og þjóðin situr í súpunni. Þetta hefur hann gert bæði beint og líka með því að ýta eftirliti og regluverki til hliðar eða jafnvel út af borðinu svo græðgisöflin fái svigrúm til að njóta sín.

Er það svona lífssýn sem við viljum að ráði á Íslandi? Viljum við búa í samfélagi þar sem svona er ekki bara leyft heldur er beinlínis ætlast til þess að menn geti skarað eld að eigin köku með því að krækja í eigur almennings og samfélags í nafni frjálshyggju og hins frjálsa markaðar? Ég fæ mig ekki til að trúa því að það sé vilji landsmanna. Þess vegna held ég að þeir sem ætla að styðja þennan alræmda flokk séu ekki alveg búnir að hugsa málið til enda. Fólk má aldrei gleyma því að þetta er fólkið sem búið er að rústa efnahag landsins með blöndu af gjörðum sínum og aðgerðaleysi og grafa þannig undan samfélagslegum gildum og velferð. Það á að axla ábyrgð þó það sjálft telji sig ekki þurfa að standa neinn reikningsskap gjörða sinna. Þeir kjósendur sem setja málin í vítt samhengi hljóta að þurfa að staldra við áður en það krossar við þennan flokk. Ég vil að minnsta kosti ekki trúa því að venjulegt fólk geti vitandi vits klappað þessu liði á axlirnar og kvittað þar með upp á gjörðir þeirra. En það gera kjósendur með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Sá flokkur þarf á öllu meira að halda en að menn sendi honum þau skilaboð að það sé bara allt í lagi að setja land og þjóð á hausinn. Og þjóðin á allt annað skilið en að þessi flokkur fái sæti við ríkisstjórnarborðið um langa og ókomna framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég er alls ekki að reyna að vera leiðinlegur og ég þoli ekki fólk sem er með tittlingaskít útaf smá stafsetningarvillum en hér verð ég að benda þér á að það er Enron ekki Emron - mæli með að þú lagir færsluna og stokir svo út þetta comment mitt!

Annars er færslan góð ég er fyllilega sammála þér.

Þór Jóhannesson, 2.3.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Friðrik Dagur Arnarson

Strika ekki svona góða athugasemd út. Þakka bara fyrir þarfa og réttmæta ábendingu og laga fljótfærnisleg skrif mín frá í gærkvöldi. Takk fyrir þetta.

Friðrik Dagur Arnarson, 2.3.2009 kl. 12:55

3 identicon

Fólki finnst rosalega gott að geta bara kennt Sjálfstæðisflokknum um þetta allt saman, vinstri flokkarnir (sérstaklega Steingrímur og hans pakk) sáu sér leik á borði og fóru að gagnrýna stefnu flokksins.

Ég væri til í að fá að vita hvað þið vinstri menn ætlið að gera, því að hingað til hafið þið ekki gert neitt og sitjið þó í ríkistjórn. 

Það hefur ekki verið talað um annað á alþingi og í fjölmiðlum en Davíð Oddson og seðlabankann og breytingar á kosningalöggjöf. Gæti verið að þið vinstri menn vitið bara ekki alveg hvað þið eigið að gera? eða þorið ekki að taka ákvarðanir? 

Vinstri-grænir virðast alltaf komast í tísku svona öðru hverju, en fólk lætur yfirleitt ekki gabbast á endanum. Það er einn góður punktur við þessa bráðabirgðastjórn, fólk sér hversu óhæf þau eru, hugsa bara um flokkapólítík og að leggja seðlabankastjóra í einelti og koma engu í verk sem skiptir máli.

Ég trúi á Sjálfstæðisflokkinn og frelsi og það er framtak einstaklinganna og kraftur sem verður að fá svigrúm til að endurreisa atvinnulífið.

... (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

18 ár ... 18 ár - eru öll rök sem þarf til að sýna hversu HÆFIR hægrimenn eru í efnahagsmálum.

Þór Jóhannesson, 3.3.2009 kl. 00:16

5 identicon

18 ár segja okkur líka það að þetta er flokkurinn sem að fólk treystir á.

Að sjálfsögðu steig flokkurinn feilspor, en nú verða gerðar breytingar og stefna Sjálfstæðisflokksins er sú stefna sem mun leiða okkur úr þeim ógöngum sem við erum i núna.

Hvernig væri þá fyrst að vinstri menn eru svona hæfir, að fara að GERA eitthvað í efnahagsmálunum.

... (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:47

6 Smámynd: Friðrik Dagur Arnarson

Takk fyrir innlitið og skrifin.

Svo var það þetta að kenna Sjálfstæðisflokknum um. Það er spurningin hvort það er ekki bara verið að leyfa honum að njóta sannmælis. Hann hafði 18 ár til að koma stefnu sinni fram, sem leiddi til þess að þjóðarbúið hrundi. Það er skemmtileg óþolinmæði sem birtist í kröfu á stjórnvöld nú, að þeim takist á fáum vikum að snúa ofan af græðgisvæðingu, gæðingastjórnmálum og stjórnleysi sem búið er að taka áratugi að festa í sessi. En ég skil óþolinmæðina og vona eins og þú að vinstri mönnum takist að lagfæra skaðann eftir skemmdarverkin sem búið er að vinna.

Friðrik Dagur Arnarson, 4.3.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Dagur Arnarson

Höfundur

Friðrik Dagur Arnarson
Friðrik Dagur Arnarson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband