19.10.2009 | 17:10
Hár í loftinu
Sagði framkomu Steingríms hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2009 | 16:41
Þvílíkt minni kjósenda
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2009 | 10:30
Gjástykki er einstakur staður á jörðu
Gjástykki er stórmerkilegur staður. Þetta er töfraheimur fyrir þann sem þarna fer um en hann er líka óhemjumerkilegur sem viðfangsefni vísinda, fræðslu og útivistar. Hann býr yfir kostum sem gerir hann að einhverjum mikilvægasta stað fyrir framtíðaruppbyggingu á Íslandi, hvorki meira né minna. Uppbyggingu sem verður að sníða að svæðinu því ef menn vaða yfir þetta svæði, verður það skemmt og getur að stóru leyti glatað gildi sínu. Hvað á ég við með þessum orðum? Jú eins og kemur fram hjá SUNN þá er þetta vísindalega óviðjafnanlegur staður. Þetta er einn af fáum stöðum á jarðríki þar sem flekaskil sjást á þurru landi og þetta er sá staður þar sem gliðnunarhrina og eldgos áttu sér síðast stað. Þarna horfðu menn á flekahreyfingar eiga sér stað og síðan hefur enginn efast um Landrekskenninguna, Botnskriðskenninguna, Flekakenninguna eða hvað menn kjósa að kalla hana hverju sinni. Svæðið á sér því ímynd sem hefur gildi um allan heim. Gjástykki, sem væri verndað og kynnt fyrir umheiminum, gæti því orðið eitt af krúnudjásnum Íslands og einn af helstu þáttum í landkynningu og ímyndarsköpun fyrir Ísland, eins og Gullfoss og Geysir eru nú. Atburðarásin í Kröflueldum var mjög vel kortlögð og rannsökuð, mynduð og skráð. Því er til staðar mikil efni til að byggja á vísindastarf, ferðamennsku, útivist og virðingu fyrir umhverfinu.
Landslag er eitt af því sem stöðugt fær meiri athygli og skilningur á því hvað það skiptir miklu máli fyrir upplifun og vellíðan fer hratt vaxandi. Landslag eins og er í Gjástykki er hvergi annars staðar að finna, vegna þess hversu nýtt það er og vegna þess hvað það er myndað við einstakar aðstæður. Þarna ætti því að friðlýsa í þágu vísinda og menntunar og byggja upp rannsóknarstofnun sem gæti sinnt rannsóknum og fræðslu á öllum stigum. Svæðið er ótrúlegt útivistarsvæði, en það er ofurviðkvæmt og því þarf að fara að með gát. Kannski þyrfti að setja sams konar reglur og ég hef heyrt um sums staðar á Galapagoseyjum, að aðeins megi fara þar fáa, afmarkaða stíga með leiðsögumönnum staðarins. Hugmyndir um virkjun til að ná í kannski rúma 4 tugi MW stefna ímynd og gildi svæðisins í voða. Þó orkan þarna sé auðvitað hluti af auðlindum svæðisins þá er hún aðeins lítið brot af þeim auði sem þarna leynist og nýting hennar er í eðli sínu þannig að hún veldur óafmáanlegu raski og eyðileggingu, spillir ímynd og landslagsheildum og afmáir endanlega þá tilfinningu að þarna sé nýtt og ferskt land, einstakt og heillandi.
Ég vona að fólk taki undir með SUNN varðandi áskorunina á umhverfisráðherra að beita sér snarlega fyrir að taka þetta svæði frá fyrir framtíð annarra en þeirra sem hvergi mega hafa grun um jarðhita öðru vísi en vilja ráðast inn á svæðið og sölsa það undir sig. Það verður að horfa á málin í víðu sjónarhorni og hugsa til langrar framtíðar. Þar er hægt að treysta á Svandísi og vonandi hefur hún þá aðstöðu og tól sem þarf til að bjarga Gjástykki frá eyðileggingu. Það er síðan bara spurningin hvort það virkjanaæði og stóriðjubrjálæði sem hafa verið á ráðandi á undanförnum árum eru búin að hnýta svo ramma hnúta að erfitt verði fyrir hana að leysa þá. En þá er það líka þeirra sem vilja vernda umhverfið að slást í för með henni og skapa skilyrði fyrir hana að höggva á hnútana. Samþykktin frá SUNN er einmitt yfirlýsing um stuðning við umhverfisráðherrann á vegferð til verndunar einstæðrar náttúruperlu. Vonandi koma fleiri með í baráttuna fyrir verndun Gjástykkis.
Vilja friðlýsa Gjástykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.7.2009 | 22:00
Eins og oft áður hittir hún naglann á hausinn
Joly: Hvað á ríkissaksóknari að gera? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.7.2009 | 14:57
Haninn á haugnum!
Ekki reynt að verja málstað Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2009 | 23:09
Nei, ég er hættur við.
Ég lenti í þeirri lítið skemmtilegu upplifun að togna frekar illa á mjöðm og fara inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi til að láta kíkja á þetta. Þar sem ég átti erfitt með að sitja fékk ég að liggja inni í skoðunarherbergi þar til læknir var á lausu að líta á mig. Meðan ég lá þarna og beið, barst ómur af samtölum og annríki inn til mín. Allt í einu heyrði ég í litlum dreng frammi og hann var ansi órólegur, litla greyið. Foreldrar hans voru að reyna að fá hann til að gera eitthvað, sem ég hlustaði ekkert eftir hvað var, en hann var ekki alveg til í. Og þá kom þessi frábæra athugasemd frá honum. "Nei pabbi, ég er hættur við". Fyrst hafði ég gaman af þessu en svo rann upp fyrir mér hvað mikil lífsspeki fólst í þessari athugasemd. Mikið fannst mér þetta dásamleg, einföld og tær afstaða. Ég er hættur við. Auðvitað er ekki hægt að hætta við allt, þó það sé óþægilegt eða fyrirkvíðanlegt. Stundum er engin undankomuleið. En mér fannst allt í einu að það gæti bara ansi gáfulegt að fylgja heilbrigðri hugsun þessa drengs - bara að hætta stundum við það sem er í gangi. Best gæti ég trúað að við myndum bæta líf okkar umtalsvert ef okkur hlotnaðist sú gáfa að muna að það er oft hægt að hætta við og samt að standa að málum með fullum sóma.Og þá myndum við stundum vera bjartsýnni og glaðari innan um þá sem skipta okkur meira máli en aðra.
Hvað með það ef við myndum t.d. hætta við að hlusta á endalausar neikvæðar fréttir af fjármálum, í fjölmiðlum sem eru svo háðir fjármálaöflunum að þeir gera sjaldnast nokkra heiðarlega tilraun til að þjarma að skúrkunum. Leita aftur og aftur til sömu innherjanna sem segja sömu tugguna margþvældu einu sinni enn og okkur er ætlað að trúa. Kannski ættum við bara að hætta að fylgjast með fjölmiðlum sem eru í eigu og/eða umsjá flokksfulltrúa sem passa upp á sitt fólk, en ekki umræðuna og réttlætið. Eigum við ekki líka að hætta að tala úti í horni um hlutina en fara frekar út á meðal manna og taka virkan þátt - jafnvel þó það kosti að við getum blotnað. Kannski vil ég bara hætta við þátttöku í umræðu sem segir að ég eigi að vera flokkaður samsekur og meðvirkur og bera sömu ábyrgð og þeir sem stjórnuðu ferðinni í Hrunadansinum. Eigum við ekki bara að finna eitthvað á hverjum degi sem gott er að hætta við og gera líf okkar þannig bjartara fyrir fjölskyldu, vini og okkur sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 18:15
Löngu tímabært
Það er löngu orðið tímabært að þarna verði gripið til raunverulegra aðgerða. Þarna hafa orðið banaslys, árekstrar og oft legið við að illa fari vegna þess hvernig aðstæður eru og ökumenn haga sér. Minnihlutinn í Reykjavík lagði fram fyrirspurn nú í febrúar um hvað meirihlutinn ætlaði að gera varðandi umferðaröryggið á Kjalarnesinu og fékk svör sem voru í sjálfu sér ekki slæm, en færðu ekki fram neitt ákveðið til að byggja á. Og því var hvatt til þess að fastar yrði tekið á málum. Vonandi eru mál í einhverju ferli sem sjálfsagt tekur einhvern tíma, en gallinn er sá að við höfum ekki tíma til vangaveltna heldur er nú kominn tími til aðgerða.
Það er frábært að íbúarnir ætla ekki að bíða lengur heldur varpa ljósi á stöðu mála þannig að eftir verði tekið. Vonandi leiðir þetta til þess að nú komist einhver skriður á málin.
Mótmæli á Kjalarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.6.2009 | 11:37
Hafa menn ekkert lært?
Það er með hreinum ólíkindum að lesa svona frétt. Það er ekki að sjá að þeir sem þarna sitja og ræða saman hafi nokkuð lært af þeirri stöðu sem við eru nú í. Það voru nákvæmlega svona aðgerðir sem settu efnahagskerfið úr skorðum. Stórvirkjanir hér og álver þar, aðgerðir sem valda skammvinnum bóluáhrifum en skilja síðan takmarkað eftir. Það sýna ýmsar úttektir sem gerðar hafa verið til að meta efnahagslegan ávinning af stóriðjustefnunni. Það er sem sagt enn verið að ráfa um í vímu þess að stórlausnirnar geti leyst allan vandann. "Big is beautiful" - glepur mönnum enn sýn og menn virðast horfa framhjá því að það eina stóra sem við fengum út úr þessari lífsskoðun voru stórar skuldir og stór vandamál. Halda menn virkilega að þjóðin muni halda á sér hita til lengdar með því að pissa í skóinn sinn með virkjanabrölti og álverum? Halda menn að skammsýn nýting náttúruauðlinda sé það sem tryggi farsæld fyrir börnin okkar? Það er geðsleg framtíð sem þeir sem svona hugsa ætla komandi kynslóðum, ósjálfbær nýting auðlinda, óafturkræft inngrip í náttúruna og spilling annarra möguleika en þeirra sem stóðiðjuofstækismennirnir berjast fyrir.
Ég fæ mig ekki til að trúa því að núverandi stjórnvöld ljái máls á svona áherslum í uppbyggingu framtíðaratvinnuvega þjóðarinnar. Samfylkingin hefur að vísu sýnt að innan hennar eru sterk öfl sem liggja kolflöt fyrir svona málflutningi og þrengdu illilega að umhverfissinnum í flokknum á tímum stjórnarsamstarfsins með íhaldinu. Og ég þakka mínu sæla fyrir að Sjálfstæðismenn og Framsókn eru ekki í ríkisstjórn núna því það er löngu orðið ljóst að þar trúa menn á stórkarlalegar töfralausnir með tilheyrandi umhverfisofbeldi, enda skapar slíkt oft ágætis skjól til að mylja undir vel valda vini og mögulega styrktaraðila. En ég geri skýra og ófrávíkjanlega kröfu til Vinstri grænna um að þeir stígi fram og taki af allan vafa um að álver og óheft náttúruspjöll séu ekki á dagskrá.
Það sem ég segi hér að framan kallar sjálfsagt á gamla sönginn um "hvað þá" og "bentu á eitthvað annað". Það er söngur þeirra sem fá ráð kunna. Það er nærtækt að nefna leiðina. Samfélag okkar er fullt af hugmyndaríku fólki með snjallar tillögur um verkefni, fyrirtæki, störf - en vantar oft betri bakhjarla og aðgang að þolinmóðu áhættufjármangi. Menntun, græn atvinnustefna, alvöru stuðningur við nýsköpun, mannaflsfrek viðhaldsverkefni, uppbygging grunngerðar (og þar með vegabætur), áhersla á rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja, efling heilsutengdrar ferðaþjónustu, efling innlends landbúnaðar, að standa vörð um hina sérstöku og óvenjulegu íslensku náttúru - þetta er bara meðal örfárra atriða sem bæði koma hjólum atvinnulífsins í gang og vinnur að framtíðaruppbyggingu atvinnulífs og samfélags. Um þetta þyrftu umræðurnar að snúast. Auðvitað þarf kjark til að snúa baki við þungaviktaraðilum sem hafa haft hengingartak á samfélaginu og dýrka tröllagang í atvinnulífinu. Og það krefur menn líka um breytta lífssýn og víðari pólitíska hugsun. Þjóðin er búin að átta sig á þessu og það er mál til komið að forystumenn í atvinnulífi, verkalýðshreyfingu og stjórnmálum vakni til vitundar um það að það er aldrei hægt að nota sömu ráð til að leysa vanda og menn notuðu til að koma sér í vandræðin. Ef þeir vakna ekki sjálfir fljótlega er að verða nokkuð ljóst að þjóðin mun vekja þá af blundinum - og það ekki blíðlega.
Stór verk í einkaframkvæmd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2009 | 15:17
Hrein samviska
Það er gott að forystumenn flokkanna sem stóðu með stjórnarháttum sínum fyrir því ástandi sem nú er að hrella þjóðina skuli telja sig hafa efni á því að taka stórt upp í sig. Fátt er betra en hrein samviska og það að geta þvegið hendur sínar af öllu sem úrskeiðis fer. Við skulum samt bara vona að þjóðin sé ekki búin að gleyma því hvað ráðin þeirra hafa dugað vel til þessa og að kreppan er fyrst og fremst í boði þessara flokka. Það er því spurningin hvað á að taka mikið mark á ropinu í þeim.
Hitt er svo annað mál að Jóhanna og hennar lið mætti alveg fara að bretta betur upp ermar varðandi vandamál heimilanna. Það er hart ef vonin um inngöngu í Evrópusambandið leiðir til þess að hagsmunir bankakerfisins og skilyrði Gjaldeyrissjóðsins verða til þess að fjármálakerfið fær allan stuðninginn en venjulegt fólk verði að borga brúsann. Er Samfylkingin virkilega til í að kaupa inngönguna þessu verði?
Stór orð á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 12:59
Argir Framsóknarmenn
Óskaplega aumingjalegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar