21.2.2009 | 17:20
Hvað þarf til viðbótar svo sumir vakni?
Það er alltaf jafnskrítið að hugsa til þess hvað sumt fólk er vanafast þegar kemur að því að styðja stjórnamálaflokk. Þá virðist ekki skipta máli hvað viðkomandi snillingar hafa afrekað, heldur tölta kjósendurnir eins og búfénaður eftir sömu slóðinni á sama básinn. Síðan allt hrundi í haust hefur komið æ betur í ljós hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fara um íslenskt samfélag eins og eyðandi eldur með frjálshyggjuna að vopni og eftir stendur þjóð í vanda. Þeir gáfu vinum sínum eignir þjóðarinnar, þeir einkavæddu svo réttir aðilar gætu mokað til sín fé án tillits til þess hvort þjónusta batnaði eða versnaði, þeir tóku úr sambandi eins mikið af eftirliti og varnargirðingum og þeir gátu og þeir tróðu sínu fólki inn á fjölmiðla, í dómstóla og hvar annars staðar sem þeir gátu. Þeir sýndu svo ekki verður um villst að hægri mönnum er ekki treystandi fyrir fjármálum þjóðar, því þeir eru svo uppteknir að skara eld að eigin köku og vina sinna. Slagorðin sem þeir notuðu í síðustu kostningabaráttu um að traust fjármálastjórn sé stærsta velferðarmálið ættu því með réttu að vera að hitta þá sjálfa fyrir nú með miklum þunga og kjósendur ættu almennt að hafa snúið baki við þeirri sýn sem flokkurinn hefur haldið að fólki síðustu árin. En nei - ekki mikið af svoleiðis er í gangi. Þó einhverjir hafi ákveðið að fólki sem hefur hagað sér svona sé ekki treystandi, þá ætlar þriðjungur þjóðarinnar að veita Sjálfstæðisflokknum brautargengi í vor, ef marka má skoðanakannanir. Það virðist ekki skipta neinu máli þó afrek þessa liðs sé með þvílíkum ósköpum að þjóðin er á barmi gjaldþrots. Hvers vegna er þetta svona? Hvað hefur þetta lið sér til ágætis sem réttlætir að það geti sett heila þjóð á hausinn og samt notið áframhaldandi stuðnings? Væri ekki rétt að staldra við, rífa sig upp úr doðanum og leyfa þeim að finna að svona haga ábyrgir stjórnmálaflokkar sér ekki? Því þjóðin á betra skilið. Er ekki mál til komið að gömlu fylgismenn flokksins fari að setja hlutina í samhengi í stað þess að halda áframi að fljóta sofandi að feigðarósi?
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn á bloggið - tek undir það sem þú segir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.2.2009 kl. 19:49
Mér sýnist þetta blogg frá því í kosningabaráttunni 2007 eiga við: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/201954/
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.2.2009 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.