7.3.2009 | 12:00
Vitleysan á vegunum
Hvaða vit er í að hafa alla þessa þungaflutningana á þjóðvegum landsins? Slysahætta er mikil og vegirnir gefa sig hratt og verða varasamir. Standflutningar voru lagðir niður af því þeir skiluðu flutningsfyrirtækjum ekki sama hagnaði og flutningar með bílum. Og mismunurinn fór út í verðlagið. Dæmin eru fleiri. Það er líka búið að leggja niður mjólkurbú og sláturhús út um allt og mjólk og skepnur eru því flutt um landið þvert á áfangastað sinn. Allt er þetta gert í nafni hagræðingar. Þegar ég var í námi í Danmörku '95-'97 var talsvert talað um að nú væru Danir aftur farnir að stofna lítil samvinnufélög um vinnslu landbúnaðarafurða á heimaslóðum. Lítið sláturhús hér, lítil mjólkurbú þar, allt á vegum fárra fjölskyldna sem þar með sköpuðu sér vinnu og meiri tekjur og fengu um leið aukin umsvif í heimasveitina. Þetta er því miður ekki komið í gang hérlendis í sama mæli og virðist sem löggjöf hafi að einhverju leyti staðið á móti. Þar þarf að bæta úr. Þarna er tækifæri fyrir dreifbýlið, bæði til að bæta hag sinn og hjálpa til við að losna við eitthvað af þungaflutningum af vegakerfi, sem ekki var byggt fyrir álagið sem þeim fylgjir. Ný stjórnvöld verða síðan að taka á spurningunni um endurreisn strandflutninga og koma flutningunum að hluta til aftur út á sjó. Það er þjóðhagslega farsælt, meira í anda sjálfbærrar hugsunar og eykur um leið öryggi þeirra sem ferðast í bílum.
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála! Við höfum verið á algjörum villigötum í þessum efnum.
Stefán Gíslason, 10.3.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.