8.3.2009 | 10:20
Ótrúlegt
Það er með ólíkindum að svona lagaákvæði skuli fyrirfinnast í samfélagi sem á að heita upplýst og miða að velferð allra þegna. Þarna er verið að ganga freklega á rétt og möguleika þeirra sem standa höllum fæti, að því er helst virðist til að spara tryggingarfélögum peninga. Þessu verður einfaldlega að breyta snarlega og vonandi kemur vinstri meirihlutastjórn til valda eftir kosningar og gengur hratt í málið.
Þetta er því miður ekki einu ólögin sem snúa að fólki og hafa verið sett í tíð ríkisstjórna sem meira vilja hugsa í hagtölum og markaðslausnum en manngildi. Hægri stjórnir undanfarinna ára hafa ansi oft kosið að líta framhjá því, að á bak við alls konar tölur - hagtölur, meðaltöl og annað talnaflóð, er fólk af holdi og blóði, með tilfinningar, langanir og þarfir. Fólk sem er ekki bara þarna til að vera leiksoppur á markaði fyrir þá sem hugsa mest um að græða á því og velja því að gleyma öllu hinu.
Börnin fá smánarbætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.