Ótrúlegt minnisleysi Sjálfstæðisflokksins

Hvernig getur fólk tekið mark á Sjálfstæðisflokknum eftir nýjustu uppákomuna hjá honum. Enn einn skandalinn. Þrjátíu milljónir þykja nokkur upphæð í  bókhaldinu hjá flestum en nú keppast sjálfstæðismenn við að sverja af sér þátttöku í þessu máli og meira að segja vitneskju um þetta allt. Samt virðist ljóst að flokkurinn beitti sér fyrir að fá þessa peninga en síðan veit enginn neitt um neitt. Ekki mjög trúlegt svo ekki sé meira sagt. Sjálfsagt vita þeir ekki heldur til hvers peningarnir voru notaðir. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt. Subbulegt mál er bara orðið enn sóðalegra við þessi viðbrögð og tilraunir leiðtoga flokksins til hvítþvottar.

Það verður að segjast að nóg var komið af "afreksverkum" þessa fólks. Óheiðarleiki þess og siðleysi er  búið að koma þjóðinni á kúpuna en samt hagar það sér inni á Alþingi eins og það sé flekklaust og saklaust af öllu hruninu. Kannski trúa sjálfstæðismenn þessu sjálfir og einnig því að ef maður afneitar ábyrgð og vitneskju, t.d. um risaframlög í flokkssjóð þá sé allt í lagi. Vonandi trúa kjósendur slíku ekki né verða slegnir "sjálfstæðisflokksgleymskunni" á kjördag, því annars greiða þeir hruninu og 30 milljónunum atkvæði sitt á kjördag. Það er sannarlega ekki það sem við þurfum á að halda núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Dagur Arnarson

Höfundur

Friðrik Dagur Arnarson
Friðrik Dagur Arnarson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband