Tap - nei í raun ótrúlegur sigur

Það er ótrúlegt að þjóðin skuli ekki refsa flokknum meira en þetta. Skattahækkanir á almenning, aukin misskipting, einkavinavæðing, skipan ættingja og vina í embætti, eftirlitsleysi með fjármálaöflum en njósnir um almenning, móttaka svo hárra styrkja frá aðilum sem síðan hafa fengið mikla og sértæka fyrirgreiðslu frá opinberum aðilum í staðinn, ruddaskapur gagnvart náttúrunni - allt þetta og fleira af sama tagi hefur nú fengið uppáskrift um fjórðungs kjósenda sem lýsa þar með yfir að þeir samþykki svona stefnu. Það hlýtur að teljast sigur að geta talið fjórðungi kjósenda trú um að maður geti hagað sér eins og manni sýnist og kjósendur eigi svo að ganga gæsagang í takt og klappa fyrir þeim sem slepptu siðferði og sanngirni í stjórnarháttum sínum. En það er samt með ólíkindum hvað þetta lið er gagnrýnilaust og jafnframt sorglegt.
mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu að grenja kommúnisti.

Helgi (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 03:34

2 identicon

æjæ .. Helgi er soldi sár... 

Ragnar (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 05:13

3 Smámynd: Baldur Blöndal

Reyndu að haga þér Helgi.

Baldur Blöndal, 26.4.2009 kl. 06:56

4 Smámynd: Friðrik Dagur Arnarson

Já sennilega er ástæða til að fella nokkur tár yfir því hvað ýmsir kjósendur eru lítið meðvitaðir um eigin hag eða hugsa lítið um land og þjóð. Það geri ég að vísu ekki sem kommúnisti því þann titil hef ég aldrei átt skilið (hvorki sem hrós né skammaryrði), heldur stafar hryggð mín af því að mér rennur til rifja að sjá hækkun skatta á almenning þegar er góðæri, spillinguna, aukið félagslegt misrétti og skammsýna og ósjálfbæra nýtingu auðlinda. Og nú hefur sjálfstæðisflokkurinn fengið þau skilaboð frá nær fjórðungi þjóðarinnar að það sé alveg sama hvernig hann hagar sér, hann fái alltaf stuðning þeirra. Það eru ekki leiðbeiningar til flokksins að fara að haga sér siðrænt og eykur ekki líkurnar á að hann bæti ráð sitt, því miður.

Friðrik Dagur Arnarson, 26.4.2009 kl. 10:02

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Til hamingju með glæsileg úrslit, Diddi - því í raun eru þau það næstum því á hvern einasta máta sem við túlkum þau. Við munum þó þurfa að standa umhverfisvaktina miklu harkalegar en nokkru sinni fyrr með brotthvarfi Kolbrúnar Halldórsdóttur af Alþingi.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.4.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Dagur Arnarson

Höfundur

Friðrik Dagur Arnarson
Friðrik Dagur Arnarson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband