18.9.2009 | 16:41
Þvílíkt minni kjósenda
Enn og aftur virðist Sjálfstæðisflokkurinn geta treyst á minnisleysi kjósenda. Nær þriðjungur þeirra er tilbúinn að fá flokkinn aftur yfir sig, þrátt fyrir að einkavæðingar, einkavinavæðingar, slökun á öllu eftirliti og aðhaldi, vegsömun fjárglæfra og loftbólusmíði sem tilheyrði hörmulegri efnahagsstjórn þeirra hafi leitt landið á kaldan klakann. Nú á að kvitta upp á reikninginn. Það á að fá skipshöfnina sem sigldi öllu í strand aftur í brúna. Þó margt megi finna að því að núverandi stjórn skuli ekki hafa náð að rétta úr ástandi sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði 18 ár til að koma í hnút fyrir almenning í landinu, þá er það þeim þó til afsökunar að enginn ríkisstjórn hefur þurft að takast á við annan eins óhroða og Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Það tekur meira en fáeina mánuði að vinda ofan af því djöflaspili. En þjóðin er óþolinmóð núna þó hún hafi sætt sig við misrétti og mismunun í hartnær tvo áratugi í boði íhaldsins. Þriðjungur hennar virðist tilbúinn að ljá flokknum atkvæði sitt svo hann geti komist aftur í valdastólana og fái þá tækifæri til að stjórna rannsókninni á eigin afglöpum og stýra því hvað verður skoðað. Í Valhöll eru menn tilbúnir með kústana svo þeir geti hafist handa, um leið og þeir fá völdin aftur í sínar hendur, við að sópa undir stóra stólinn sem þegar geymir ýmis gull frá stjórnarháttum hans. Allt virðist gleymt, menn virðast ekki nenna að hugsa í samhengi. Þetta er með ólíkindum.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverskonar vitleysa er þetta?
Það er ekki hægt að afsaka þessa gagnslausu og handónýtu kommúnistastjórn með því að bera alltaf við minnisleysi kjósenda.
Fólki er einfaldlega nóg boðið og þrátt fyrir allt sem segja má um Sjálsfstæðisflokkinn þá treystir fólk honum betur til að koma þjóðinni útúr klípunni en þeirri stjórn sem nú situr við völd, blind og heyrnarlaus.!!!
Núverandi stjórn er búin að sanna það rækilega að þeim er ekki treystandi fyrir þessu hlutverki og þeir geta ekki endalaust komist upp með að grenja hástöfum og benda á Sjálfstæðisflokkinn sem sökudólg fyrir öllu mögulegu.
Minnir mann á þegar kommúnústum í Rússlandi tókst að kenna öllu sem illa fór í þeirra stjórnkerfi á fyrri stjórn en öllu sem vel var gert gátu þeir tekið heiðurinn af.
Svona vitleysa bara gengur ekki til lengdar. Fólk er að átta sig á að Píslavotturinn Holta Þórir er ekki eins saklaus og hann sýnist og að hin heilaga Jóhanna er bara ekki eins heilög og hún vill láta líta út fyrir.
Hrafna (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 16:50
Nei Friðrik - þetta er ekkert með ólíkindum og hlutir eru reyndar sjaldnast þannig. Núverandi ríkisstjórn var kosin af almenningi til þess að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hún var ekki kosin til að slá skjaldborg um eignir fjármagnseigenda - hvorki banka né lífeyrissjóða. Hún var ekki kosin til að slá skjaldborg um spillta verkalýðsleiðtoga. Hún var ekki kosin til að slá skjaldborg um kröfur Breta og Hollendinga. Henni var ætlað að opna þjóðfélagið, afhjúpa spillinguna, eyða leyndinni, tryggja réttlæti. Hún telur sig greinilega hafa öðrum hnöppum að hneppa og þess vegna verður henni aldrei aftur treyst fyrir stjórn landsins. Það er eins og vinstri stjórnir ætli aldrei að læra.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.