19.10.2009 | 17:10
Hár í loftinu
Það er skemmtilegt að sjá hvað menn geta orðið þröngir í hugsun þegar þeir kjósa að vera það. Birgir Ármannsson er gott dæmi um slíkan mann. Að móðgast fyrir hönd samflokksmanns síns út af orðum Steingríms J. og túlka þau bókstaflega er valkvætt og þá er litið framhjá greinilegu samhengi þess sem sagt var. Steingrímur er sjálfur ekki hávaxinn maður og fyrir vikið ólíklegri til að sneiða að öðrum fyrir slíkt. Hann var því greinilega að vísa til afrekaskrár Tryggva fremur en metrafjölda með því sem hann sagði, enda var hún margháttuð á tímanum fyrir hrunið. Efnahagsráðgjafi í aðdraganda hrunsins, hagfræðilegur álitsgjafi og gúru - og ekki alltaf bara upptekinn við að vara við efnahagsstjórnuninni og Hrunadansinum sem olli óförunum. Man ég það ekki líka rétt að hann hafi verið höfundur að skýrslu sem átti að sýna að olíufélögin sköðuðust af samráðinu? Enda leist honum ekki verr á mannskapinn sem skapaði allan glundroðan með einkavinavæðingu, hömluleysi í stjórnun hagkerfisins og afnámi reglna og eftirlits að hann dreif sig bara í hópinn og dansar nú með þeim sem leiddu skaðann yfir þjóðina. Nei Birgir, hneykslið er stjórnunarhættir Sjálfstæðismanna og það hefur tvöfaldast við það að flokksmenn hafa sýnt það í verki að þeir hvorki skammast sín fyrir það sem þeir gerðu né ætla að víkja frá þeirri frjálshyggjubraut og einkahyggju sem leiddu Icesave og aðrar hörmungar yfir þjóðina. Þeir sem þannig standa að verki eru ekki háir í loftinu, hvað sem öllum sentímetrum líður.
Sagði framkomu Steingríms hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verður hann ekki kallaður Tryggvi þumall í staðinn fyrir Tryggvi Þór eftir þetta?
corvus corax, 20.10.2009 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.