2.3.2009 | 18:51
Mikilvægt mál
Það er gleðilegt að sjá, að loks er farið að taka loftgæðamálin í Reykjavík föstum tökum. Við búum við stórskert loftgæði marga daga ársins og slíkt veldur heilsutjóni og lakari lífskjörum. Helsta uppspretta mengunarinnar er bílaumferðin og því hafa Vinstri græn í borginni ítrekað reynt að fá yfirvöld borgarinnar í lið með sér til að draga úr umferð. Þar er efling almenningssamgangna stórt og mikilvægt skref. Við þurfum að gera strætó að raunhæfum valkosti. Til þess skortir þó pólitískan kjark og vilja, því miður. Einnig lögðu vinstri græn fram tillögu um stofnun Loftslagsráðs Reykjavíkur þar sem pólitíkusar og embættismenn kæmu saman í þverfaglega vinnu við að meta allar framkvæmdir og áætlanir borgarinnar út frá því hvaða áhrif þær hafa á loftgæði. Þetta hlaut ekki náð fyrir augum meirihlutans sem þá var. Það verður að segjast að sjálfstæðismenn hafa löngum dregið lappirnar í þessum málum og ekki viljað þrengja að einkabílum þó það dragi úr mengun. Þarf ekki að fara lengra en eitt ár aftur í tímann, í fundargerð umhverfis og samgönguráðs frá 11. mars 2008 til að finna dæmi um þetta. Þar svarar Gísli Marteinn formaður ráðsins fyrirspurn Vg og Samfylkingar um það hvort meirihlutinn sé tilbúinn að grípa til róttækra aðgerða til að draga úr loftmengun með því t.d. að draga úr umferð, loka götum, skattleggja nagladekk, loka svæðum fyrir mjög mengandi bílum og takmarka þungaumferð svo nokkuð sé nefnt. Í fundargerðinni sem er á vef Reykjavíkurborgar, rvk.is, sést svar hans en þar stengur m.a.:
Minnihluti umhverfis- og samgönguráðs kann að telja það raunhæfan kost að hefja aukna skattheimtu af bílum, loka umferðargötum og setja upptollheimtuhlið við innkeyrslur í hverfi borgarinnar. Það er hins vegar ekki á skoðun núverandi meirihluta umhverfis-og samgönguráðs. Ekki stendur heldur til að banna tilteknum bílategundum eða árgerðum akstur um ákveðinsvæði.
Þarna fer ekki milli mála að meirihlutinn var ekki tilbúinn að taka róttæk skref í baráttunni fyrir bættum loftgæðum. Þetta var þá en nú er vonandi runnin upp betri tíð og það búið að síast inn í kollinn á meirihlutanum að við verðum að taka til hendinni til að verja loftgæði í borginni. Á því eiga borgarbúar heimtingu og það er enginn vafi á því að minnihlutinn er reiðubúinn að aðstoða við það verk.
Vilja draga úr mengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.