Að vera rændur

Ég fór til lögreglunnar í gær, upp í Borgartún, til að skoða hvort hjólið mitt hefði ratað í geymslur yfirvalda og væri þar hangandi innan um öll hin hjólin. Fáknum mínum var nefnilega stolið eina nóttina í síðutu viku þar sem hann stóð eins og venjulega upp við húsvegg, inni í horni, læstur og tilbúinn fyrir notkun næsta dags. Ekki reyndist hjólið komið í hús þarna svo ég fyllti út skýrslu og gerði grein fyrir málsatvikum. Á sama tíma var þarna ung kona í sömu erindagerðum, líka úr Vesturbænum. Það virðist mikið um það að fólk fari fjásri hendi um eigur annarra þessa dagana, en menn segja að það sé gjarnan fylgifiskur kreppu og þeirrar reiði og örvæntingar sem henni tengist. Ég þekki t.d. tvo sumarbústaðaeigendur sem hafa nýlega komið að húsum sínum rændum. Ekki get ég sagt að mér geðjist vel þessi "sjálfsbjargarviðleitni" fólks. Það er óþægileg og á einhvern hátt hálf niðurlægjandi tilfinning að upplifa að fólk gramsi í hlutunum manns og taki þá ófrjálsri hendi. Þar að auki veldur það raski og fyrirhöfn sem maður ætti ekki að þurfa að verða fyrir. Í anda grænna samgangna og heilsusamlegra lifnaðarhátta verð ég að ná mér í nýtt reiðhjól, en ég hef notað hjól mikið undanfarin ár til að fara milli staða og til líkamsræktar. Það kostar örugglega sitt. Þetta rán kippir þó ekki fótunum undan efnahag fjölskyldunnar eins og frjálshyggjan er búina að gera við alltof marga. Ég vona bara að  þeir sem tóku hjólið mitt og þeir sem bera ábyrgð  á kreppunni (hvort sem þeir viðurkenna hana sjálfir eða ekki) fái makleg málagjöld og fórnarlömbin fái eins mikið af ránsfengnum til baka og hægt er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Dagur Arnarson

Höfundur

Friðrik Dagur Arnarson
Friðrik Dagur Arnarson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband