Bölvað svifryk

Veðurfar eins og er hér þessa dagana sýnir okkur svart á hvítu hvað umferðinni fylgir mikil mengun. Þar er fátt til bjargar nema að draga verulega úr bílaumferð og nota til þess allar góðar aðferðir. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur er nýbúin að samþykkja aðgerðir til úrbóta og nú er það stjórnmálamannanna að stíga skrefin til fulls og koma hugmyndum í framkvæmd. Eitt af því sem þarf að gera er efling almenningssamgangna. Sennilega er fátt sem munar meira um varðandi loftgæðamálin en það hvort okkur tekst að fá fólk til að nota vagna, hjól og fætur í stað einkabíla. Við verðum að átta okkur á að það hanga miklu fleiri þættir á spýtunni varðandi Strætó en bara rekstrarkostnaður. Við þurfum að horfa á samfélagslegan ávinning, svo sem eflingu samgangna, bætt loftgæði og minni hávaða og minni slysahættu. Meirihlutinn í borginni verður að horfast í augu við ástandið og setja fé í að efla almenningssamgöngur, bæta þjónustu strætó og auka forgang vagnanna í umferðinni. Ef nágrannasveitarfélögin vilja ekki standa með Reykjavíkurborg í að efla strætó verðum við bara að taka málin í okkar hendur, taka Strætó "heim". Það eina sem við getum ekki gert er að halda áfram að trúa að þetta lagist bara af sjálfu sér.
mbl.is Helstu götur rykbundnar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Dagur Arnarson

Höfundur

Friðrik Dagur Arnarson
Friðrik Dagur Arnarson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband