5.3.2009 | 10:37
Endurnýjun alltaf til góðs?
Ég var að tala við mann í gær og hann nefndi við mig kröfuna um endurnýjun í röðum þingmanna. "Hún er ekki bara af því góða", sagði hann. "Líttu bara á ungu mennina í Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru frámunalega fanatískir og þröngsýnir, með takmarkaða reynslu og þekkingu á lífi fólks í landinu." Og hann bætti við að það væri ekki það versta þó menn skorti þekkingu, verra væri að þessir drengir hefðu svo lítinn áhuga á að afla sér hennar. En þeir tilheyra líka stjórnmálahreyfingu sem heldur að hún sé náttúruafl en ekki lifandi samtök fólks. Þess vegna segja sjálfstæðisforingjar að það sé fólk sem hefur brugðist flokknum en ekki flokkurinn sem brást landi og þjóð. Sorglegt! Sorglegt að við þurfum að sitja uppi með svona drengi og svona flokk.
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.