Færsluflokkur: Bloggar
8.3.2009 | 10:20
Ótrúlegt
Það er með ólíkindum að svona lagaákvæði skuli fyrirfinnast í samfélagi sem á að heita upplýst og miða að velferð allra þegna. Þarna er verið að ganga freklega á rétt og möguleika þeirra sem standa höllum fæti, að því er helst virðist til að spara tryggingarfélögum peninga. Þessu verður einfaldlega að breyta snarlega og vonandi kemur vinstri meirihlutastjórn til valda eftir kosningar og gengur hratt í málið.
Þetta er því miður ekki einu ólögin sem snúa að fólki og hafa verið sett í tíð ríkisstjórna sem meira vilja hugsa í hagtölum og markaðslausnum en manngildi. Hægri stjórnir undanfarinna ára hafa ansi oft kosið að líta framhjá því, að á bak við alls konar tölur - hagtölur, meðaltöl og annað talnaflóð, er fólk af holdi og blóði, með tilfinningar, langanir og þarfir. Fólk sem er ekki bara þarna til að vera leiksoppur á markaði fyrir þá sem hugsa mest um að græða á því og velja því að gleyma öllu hinu.
Börnin fá smánarbætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 12:00
Vitleysan á vegunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2009 | 14:01
Gott að einhverjir standa vaktina
Steingrímur á móti Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.3.2009 | 09:54
Gestastofa Reykjavíkur og landverðir innan borgarmarkanna
Ég er búinn að tala um það í mörg ár að það þurfi að stofna Gestastofu Reykjavíkur til að styðja við bakið á ferðaþjónustu í borginni. Reykjavík er fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og þjónustan sem þar er boðið upp á nýtist einnig heimamönnum og íbúum nágrannasveitarfélaga. Innan borgarmarkanna og í kraga umhverfis höfuðborgarsvæðið er perlufesti af náttúruperlum sem eru frábærar til útivistar, náttúruskoðunar, fræðslu og lífsfyllingar. Það er í raun merkilegt að ekki skuli hafa verið gerðar meiri tilraunir til að skapa og efla náttúruferðamennsku í borginni, miðað við þær mögnuðu aðstæður sem fyrir hendi eru. Náttúruferðamennskan er í raun stórvannýtt sóknarfæri fyrir ferðaþjónustuna sem full ástæða er til að huga nánar að, eins og ástandið er í þjóðfélaginu.
Gestastofur eru víða reknar á ferðamannastöðum, ekki síst á friðlýstum svæðum. Hlutverk þeirra er m.a. það að taka saman upplýsingar um umhverfi, bæði náttúrulegt og menningarlegt, setja þær fram með notendavænum hætti, bjóða upp á aðstoð, fræðslu og aðra þjónustu sem tengist umhverfisskoðun. Þær geta líka verið ákveðið skjól og aðstaða fyrir aðra aðila sem eru að vinna að svipuðum málum. Gestastofa Reykjavíkur myndi starfa náið með Höfuðborgarstofu og aðrir samstarfsaðilar gætu t.d. verið Náttúruskólinn í Reykjavík, Reykjanesfólkvangur og útivistarsvæði Orkuveitunnar.
Landverðir eru starfandi í gestastofum og á svæðum sem þær ná til. Þeir sjá m.a. um fjöbreytta fræðslu, upplýsingagjöf, gönguferðir og barnastunda. Landvarsla er sérhæft starf sem byggir á fræðsluaðferð sem kölluð er umhverfistúlkun og miðar að því að auka skilning og tilfinningu gesta fyrir mikilvægi þeirra staða sem þeir skoða. Með því að koma upp gestastofu og ráða landverði til borgarinnar væri stórt skref stigið til að opna augu heimamanna og gesta á umhverfi og náttúru svæðisins. Þar með skapast aukin ánægja og fjölbreytni fyrir fólk sem statt er í borginni. Þetta myndi efla Reykjavík sem ferðamannastað og skapa velvild og löngun til að koma aftur í heimsókn. Það er þekkt staðreynd að ekkert er betri auglýsing en ánægður gestur, sem segir frá þegar hann kemur heim til sín. Það væru því slegnar margar flugur í einu höggi ef þetta skref yrði tekið. Ferðaþjónustan myndi styrkjast og fjölbreytni í afþreyingu myndi aukast um leið og náttúran væri vernduð. Og um leið yrðu til störf sem myndu efla starfsemina í borginni og skapa mikilvægar tekjur. Er eftir einhverju að bíða með að hefjast handa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2009 | 17:50
Bölvað svifryk
Helstu götur rykbundnar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 10:37
Endurnýjun alltaf til góðs?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 10:16
Ekki hörð frjálshyggja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2009 | 09:46
Að vera rændur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 18:51
Mikilvægt mál
Það er gleðilegt að sjá, að loks er farið að taka loftgæðamálin í Reykjavík föstum tökum. Við búum við stórskert loftgæði marga daga ársins og slíkt veldur heilsutjóni og lakari lífskjörum. Helsta uppspretta mengunarinnar er bílaumferðin og því hafa Vinstri græn í borginni ítrekað reynt að fá yfirvöld borgarinnar í lið með sér til að draga úr umferð. Þar er efling almenningssamgangna stórt og mikilvægt skref. Við þurfum að gera strætó að raunhæfum valkosti. Til þess skortir þó pólitískan kjark og vilja, því miður. Einnig lögðu vinstri græn fram tillögu um stofnun Loftslagsráðs Reykjavíkur þar sem pólitíkusar og embættismenn kæmu saman í þverfaglega vinnu við að meta allar framkvæmdir og áætlanir borgarinnar út frá því hvaða áhrif þær hafa á loftgæði. Þetta hlaut ekki náð fyrir augum meirihlutans sem þá var. Það verður að segjast að sjálfstæðismenn hafa löngum dregið lappirnar í þessum málum og ekki viljað þrengja að einkabílum þó það dragi úr mengun. Þarf ekki að fara lengra en eitt ár aftur í tímann, í fundargerð umhverfis og samgönguráðs frá 11. mars 2008 til að finna dæmi um þetta. Þar svarar Gísli Marteinn formaður ráðsins fyrirspurn Vg og Samfylkingar um það hvort meirihlutinn sé tilbúinn að grípa til róttækra aðgerða til að draga úr loftmengun með því t.d. að draga úr umferð, loka götum, skattleggja nagladekk, loka svæðum fyrir mjög mengandi bílum og takmarka þungaumferð svo nokkuð sé nefnt. Í fundargerðinni sem er á vef Reykjavíkurborgar, rvk.is, sést svar hans en þar stengur m.a.:
Minnihluti umhverfis- og samgönguráðs kann að telja það raunhæfan kost að hefja aukna skattheimtu af bílum, loka umferðargötum og setja upptollheimtuhlið við innkeyrslur í hverfi borgarinnar. Það er hins vegar ekki á skoðun núverandi meirihluta umhverfis-og samgönguráðs. Ekki stendur heldur til að banna tilteknum bílategundum eða árgerðum akstur um ákveðinsvæði.
Þarna fer ekki milli mála að meirihlutinn var ekki tilbúinn að taka róttæk skref í baráttunni fyrir bættum loftgæðum. Þetta var þá en nú er vonandi runnin upp betri tíð og það búið að síast inn í kollinn á meirihlutanum að við verðum að taka til hendinni til að verja loftgæði í borginni. Á því eiga borgarbúar heimtingu og það er enginn vafi á því að minnihlutinn er reiðubúinn að aðstoða við það verk.
Vilja draga úr mengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 13:12
Var það stefnan eða fólkið - eða kannski bæði?
Sjálfstæðisflokkurinn segist nú vera í naflaskoðun og kemur með "sannleiksplagg" sem gagnrýnir flokkinn fyrir ýmislegt - og það aldeilis ekki að ástæðulausu. Ég á samt erfitt með að taka undir meginstef hjá foringjum innan flokksins sem segja að allt vesenið sé einstaklingum að kenna en stefnan sé enn góð og gild. Stefnan er náttúrulega bara galin, því hún ýtir undir misskiptingu, eiginhagsmunapot og sérgæsku. Hún byggir á því að afhenda einstaklingum sameiginlegar auðlindir og úrræði án tillits til þess hvað verður um almenning, fyrirtæki og þjónustuþega. Forsenda hennar er sú að slaka á öllu eftirliti og reglum. Þetta var gert, í anda stefnunnar og tókst alveg prýðilega svo nú er þjóðin á hausnum, heimili og fyrirtæki í vanda.
Hitt er svo annað mál að ekki hefur orðið vart við mikla gagnrýni á þessa hugsun hjá þeim sem mannað hafa framvarðarsveit þessa flokks undanfarna tvo áratugi og þeir hafa brugðist ókvæða við allri gagnrýni á stefnuna og haldið henni fram í tíma og ótíma. Og ætla greinilega að halda áfram þrátt fyrir allar afleiðingarnar. Þeir eru heldur ekki með hugann við hag lands og þjóðar heldur sértæka hagsmuni sína og sinna. Er því mikil ástæða til að veita þessu sofandi og andvaralausa fólki stuðning þó það þykist núna vera að vakna?
Ég velti því síðan fyrir mér hvort gagnrýni flokksins er kannski í raun beint gegn þeim einstaklingum sem voru bestir í að framfylgja stefnunni, þannig að gallar hennar urðu jafnskýrir og raun ber vitni. Kannski er gagnrýnin aðallega á þessa aðila, fyrst þeir gátu ekki passað sig í óhemjuganginum þannig að við hin sjáum skýrt hvað stefnan kostar okkur. Það skyldi þó ekki vera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Friðrik Dagur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar